15. mars 2006. Hlynur Óskarsson: Endurheimt votlendis

15. mars 2006. Hlynur Óskarsson: Endurheimt votlendis

Árið 1996 voru hafnar fyrstu tilraunir til að endurheimta votlendi hér á landi. Frá þeim tíma hefur endurheimt verið reynd á um tuttugu svæðum.

Í erindinu verður endurheimt votlendis reifuð í víðu samhengi. Greint verður stuttlega frá nýtingu og viðhorfum til votlendis fyrr á tímum og saga áveituframkvæmda rakin í stuttu máli. Ennfremur verður gerð grein fyrir helstu þáttum í sögu framræslu votlendis hér á landi og farið yfir niðurstöður kannana á umfangi framræslunnar. Þá verður reifuð sú viðhorfsbreyting til votlendis sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum og rædd sú vitundarvakning sem orðið hefur um gildi votlendis útfrá ýmsum sjónarmiðum.

Skýrt verður frá endurheimt votlendis hér á landi seinasta áratuginn og greint frá starfi nefndar landbúnaðarráðuneytisins um endurheimt votlendis. Að lokum verður núverandi staða endurheimtar stuttlega rædd, drepið á erlend viðhorf varðandi friðun og endurheimt votlendis og loks horft fram á veginn hvað varðar endurheimt hér á landi.

Fræðsluerindi Náttúrufræðistofnunar eru opin öllum.