Rjúpnatalningar 2016

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2016 er lokið. Mikill munur var á stofnbreytingum milli ára eftir landshlutum. 

Niðurstöður sýna eindregna fækkun frá Skagafirði og austur um til Suðausturlands. Í öðrum landshlutum voru niðurstöður misvísandi eftir talningasvæðum og fuglum ýmist fækkaði eða fjölgaði á milli ára.

Reglubundnar sveiflur í stofnstærð sem taka 10 til 12 ár hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn. Þessar sveiflur hafa breyst í kjölfar friðunar 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá 2005 og er nú mun styttra milli hámarka en áður. Í sögulegu samhengi er rjúpnafjöldinn 2016 undir meðallagi alls staðar. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fækkunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á  afföllum rjúpna 2015 til 2016 og varpárangri í sumar. 

Fréttatilkynning