Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

Ráðherrann átti fund með forstjóra og forstöðumönnum stofnunarinnar þar sem hlutverk, starfsemi og helstu verkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands voru kynnt og rædd. Að fundi loknum var gengið um stofnunina, húsnæðið skoðað og starfsemin kynnt frekar. Fyrir stuttu heimsótti ráðherra einnig Akureyrarsetur stofnunarinnar.


Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur (t.h.) kynnir eitt af stærstu verkefnum stofnunarinnar, vistgerðaflokkun. Frá vinstri: Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri landgæða, og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi. Ljósm. Kjartan Birgisson.


Í þurrsýnaskála stofnunarinnar. Frá vinstri: Jón Gunnar Ottósson forstjóri, Stefán Thors ráðuneytisstjóri, Kristján Jónasson jarðfræðingur, Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri, Guðmundur Guðmundsson forstöðumaður og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Ljósm. Kjartan Birgisson.