Búrfellshraun
– Málþing til minningar um Guðmund Kjartansson jarðfræðing


Guðmundur Kjartansson

Málþingið verður haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Það stendur frá kl. 13:15 til 16:15 og að því loknu verður farið að Bala, á bæjamörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar og neðan Hrafnistu, þar sem bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar, kynna sameiginlegt verkefni.

Að málþinginu standa Garðabær og Hafnarfjarðarbær, félagið Hraunavinir og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Dagskrá:

  1. Búrfellshraun og eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Kristján Jónasson jarðfræðingur
  2. Guðmundur Kjartansson og störf hans. Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur
  3. Faðir minn, Guðmundur Kjartansson. Solveig Guðmundsdóttir
  4. Örnefni í hraunalandslagi (Búrfellshraun) – hvaða máli skipta þau? Reynir Ingibjartsson og Jónatan Garðarsson
  5. Fornminjar í Búrfellshrauni. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur
  6. Verndun Búrfellshrauns. Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar
  7. Ógnir við hraun. Sigmundur Einarsson jarðfræðingur

Málþingsstjóri: Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra.

Aðgangur er ókeypis en æskilegt að skrá sig hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í síma 5 900 500.