Niðurstöður frjómælinga 2011


Karlreklar á birki. Ljósm. Margrét Hallsdóttir

Júní var aðalfrjómánuðurinn í Reykjavík. Þá var birkið í blóma en frjó þess urðu sex sinnum fleiri en í meðalári og hafa aldrei verið fleiri. Asparfrjóum fjölgar með hverju árinu og í ár urðu þau einnig ríflega sex sinnum fleiri en í meðalári. Þá fóru grasfrjó og súrufrjó líka yfir meðaltalið þó engin met væru slegin í þeim hópum í ár. Á Akureyri mældust birki- og asparfrjó yfir meðallagi en gras- og súrufrjó í tæpu meðallagi. Ágúst var aðalfrjómánuðurinn en þá var sem mest af grasfrjóum.

Í samantekt á vef Náttúrufræðistofnunar má lesa nánar um niðurstöður frjómælinga 2011 og skoða myndrit sem sýnir hvernig heildarfrjómagn breytist frá ári til árs. Einnig eru sett fram frjódagatöl fyrir birki- og grasfrjó í Reykjavík og á Akureyri.

 

Mánaðayfirlit yfir frjómælingar 2011.