Náttúrufræðistofnun auglýsir fjögur störf laus til umsóknar

 

Um er að ræða eftirfarandi stöður:

Verkefnisstjóri sem heldur utan um kortlagningu vistgerða á landi, í ferskvatni og fjörum á Íslandi og mati á fuglastofnum og helstu búsvæðum þeirra. Starfið er krefjandi og felst m.a. í að innleiða nýjar starfsaðferðir við kortlagningu vistgerða og framsetningu landfræðilegra upplýsinga.

Vatnalíffræðingur sem vinnur við kortlagningu á vistgerðum í ferskvatni.

Sérfræðingur í fjarkönnun og kortlagningu vistgerða á láglendi Íslands.

Flokkunarfræðingur, helst á sviði háplantna, til rannsóknastarfa við stofnunina á Akureyri.

 

Umsóknir óskast sendar á netfangið mariafb@ni.is eða á heimilisfang Náttúrufræðistofnunar Íslands, Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til 23. október 2011.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.