Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2008


Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri. Ljósm. Kjartan Birgisson.

Mikið var rætt um mikilvægi umhverfisverndar og þátttöku Náttúrufræðistofnunar í þeim efnum. Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur, lagði áherslu á mikilvægi starfs Náttúrufræðistofnunar til að aðstoða við ákvarðanatöku um friðlýsingu, og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN), ítrekaði mikilvægi þess að Náttúrufræðistofnun væri sem sjálfstæðust og óháðust stjórnvöldum þegar kæmi að vinnu við ákveðin verkefni og að ákvarðanir um rannsóknir væru teknar á sem vísindalegustum forsendum (sjá ávarp í heild sinni hér).

 

Ársskýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands.