Náttúrufræðistofnun skiptir máli og nýtur trausts

56,7% bera mikið traust til NÍ NÍ er á svipuðu róli og Ríkissáttasemjari, Umboðsmaður Alþingis og Heilbrigðiskerfið
56,7% bera mikið traust til NÍ. NÍ er á svipuðu róli og Ríkissáttasemjari,Umboðsmaður Alþingis og Heilbrigðiskerfið.

Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Náttúrufræðistofnunar Íslands?

56,7% sögðu frekar mikið eða mjög mikið, 9,2% sögðu lítið en 34,2% hvorki né. Ef rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljóst að einungis 2,9% bera mjög lítið traust til stofnunarinnar. Samanburður við aðrar opinberar stofnanir sýnir að NÍ er á svipuðu róli og Heilbrigðiskerfið, Umboðsmaður Alþingis og Ríkissáttasemjari, en á eftir HÍ og lögreglunni.


72,9% telja að starfsemi NÍ skipti miklu máli.

73% telja að starfsemi NÍ skipti miklu máli

Þá var spurt hversu miklu máli starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands skiptir. 72,9% sögðu hana skipta miklu máli, 10,2% sögðu litlu máli, en 16,9% hvorki né.

Ekki greindist marktækur munur á trausti í garð stofnunarinnar hvað varðaði kyn, aldur, búsetu eða tekjur. Hins vegar mældist marktækur munur á afstöðu til stofnunarinnar eftir aldri og töldu yngstu aldurshóparnir, frá 16-34 ára, mikilvægið heldur minna en þeir sem eldri eru.

Upphaflegt úrtak var 1625 manns og fjöldi svarenda 955 eða 60,7%.