Fyrirlestur um farflug og varpstöðvar margæsa

Guðmundur A. Guðmundsson hefur í mörg ár rannsakað farflug margæsa og vistfræði þeirra meðan þær hafa viðdvöl hér á landi, vor og haust. Síðasta sumar tók hann þátt í leiðangri á varpstöðvar margæsa í NA-Kanada. Í fyrirlestrinum mun Guðmundur fjalla um farflug margæsa og varp þeirra í ljósi orkubúskapar.

Nánar um fyrirlestur Guðmundar á Hrafnaþingi.