Nýtt Fjölrit um íslenska land- og vatnaþörunga

Allmargar ritaðar heimildir eru til um íslenska þörunga en nú hefur Helgi Hallgrímsson


Rúmlega 1.300 ára gamall rauðviður frá Kaliforníu. Sneiðin er 2,42 m í þvermál og vegur rúmt tonn. Ljósm. Snorri Baldursson.

líffræðingur tekið saman heildaryfirlit yfir íslenska land- og vatnaþörunga. Mest hefur verið ritað um kísilþörunga á Íslandi og eins hefur landþörungum verið gerð allgóð skil. Hinsvegar er þekking manna á öðrum vatnaþörungum á Íslandi, t.d. grænþörungum og ýmsum smærri þörungaflokkum í ferksu vatni, ekki eins góð. Í Fjölritinu er notast við skiptingu sem flestir fræðimenn nota í dag, sem er að skipta þörungum í 14 fylkingar. Íslensk nöfn eru sett við ættkvíslir og tegundir þar sem þeirra hefur verið getið á prenti og sumir flokkar og fylkingar hafa fengið ný nöfn. Alls eru skráðar um 1450 þörungategundir á Íslandi í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar.

Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 48 var prentað í takmörkuðu upplagi en hægt er að nálgast rafræna útgáfu (pdf-skjal, 2 MB) með því að smella á myndina.

Frekari útgáfur af Fjölriti Náttúrufræðistofnunar

Ritstjóri: Margrét Hallsdóttir