Tegundarík kransþörungavötn

Tegundarík kransþörungavötn

V1.3

EUNIS-flokkun

Nýr flokkur, tillaga. C1.18 Species rich Charales lakes; fjörubelti – littoral zone: C3.64 Exposed unvegetated freshwater lake sands and shingles.

Lýsing

Fjölbreyttur hópur vatna á nokkuð grónu vatnasviði. Brattar hlíðar liggja að mörgum vatnanna. Strandlengjan er iðulega gróðurlítil og grýtt og vatnsstaða getur verið sveiflukennd.

Vatnagróður

Gróðurþekja á setbotni er nokkur og allmargar tegundir koma fyrir í vötnunum. Í djúpum vötnum nær gróður niður á u.þ.b. 20 m dýpi, þar fyrir neðan er botninn gróðurlaus. Algengustu tegundirnar í vistgerðinni eru síkjamari, flagasóley, lónasóley og þráðnykra, ásamt kransþörungum.

Botngerð

Grýtt eða malarkennt fjörubelti er meðfram bökkum, breidd þess er misjafnlega mikil. Fyrir utan fjörubeltið tekur við mjúkur setbotn þar sem vatnagróður festir rætur.

Efnafræðilegir þættir

Vötnin eru alla jafna næringarefnasnauð m.t.t. fosfórs (P), niturs (N) og blaðgrænu, en á því geta verið undantekningar.

Miðlunargerð vatnasviðs

Vötnin koma fyrir í öllum miðlunargerðum, að mýravötnum á láglendi (3500) undanskildum.

Fuglar

Yfirleitt lítið og fábreytt fuglalíf, einna helst toppönd (Mergus serrator), álft (Cygnus cygnus) og himbrimi (Gavia immer).

Útbreiðsla

Finnst á láglendi og hálendi, í að meðaltali um 250 m h.y.s., helst á Vestur-, Norðvestur- og Norðausturlandi. Vistgerðina er síst að finna á Vestfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi.

Verndargildi

Hátt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Algengustu tegundir gróðurs – Most common vegetation species %
Síkjamari Myriophyllum alterniflorum 89
Flagasóley Ranunculus reptans 68
Lónasóley Batrachium eradicatum 68
Þráðnykra Stuckenia filiformis 68
Tjarnanál Nitella opaca 58
Skriðlíngresi Agrostis stolonifera 47
Grasnykra Potamogeton gramineus 37
Ármosi Fontinalis antipyretica 37
Ógr. mosar Bryophyta 32
Síkjabrúða Callitriche hamulata 26