1. febrúar 2006. Árni Einarsson: Af vistfræði Mývatns

1. febrúar 2006. Árni Einarsson: Af vistfræði Mývatns

Mývatn er ein af náttúruperlum landsins þar sem tvinnast saman fjölbreytt vatnalífríki, gróðursæld, sérkennilegt jarðeldalandslag og löng hefð fyrir sjálfbærri nýtingu hlunninda. Haustið 2004 lauk námugreftri á botni Mývatns eftir 36 ára vinnslu kísilgúrs úr vatninu. Ítarlegar rannsóknir voru gerðar á áhrifum vinnslunnar og eins var fylgst vel með framvindu lífríkisins, mýi, krabbadýrum, fiskum og vatnafuglum. Í erindinu verður farið yfir þessi gögn og ráðið í stöðu mála og framtíðarhorfur.