Fréttir

 • 15.10.2018

  Nýir válistar plantna, spendýra og fugla

  Nýir válistar plantna, spendýra og fugla

  Landselur við Surtsey

  15.10.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt nýja válista plantna, spendýra og fugla. Þetta er í fyrsta sinn sem válisti spendýra er unninn hér á landi.

 • 12.10.2018

  Tillögur um rjúpnaveiði 2018

  Tillögur um rjúpnaveiði 2018

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl, á Tjörnesi

  12.10.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2018. Niðurstöðurnar voru kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi þann 13. september sl. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 67 þúsund fuglar, en hún var á síðasta ári 57 þúsund fuglar. Stofnunin leggur áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.

 • 11.10.2018

  Ný skýrsla um langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg á Íslandi

  Ný skýrsla um langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg á Íslandi

  Lúpína og skógarkerfill

  11.10.2018

  Í nýútkominni skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands er greint frá niðurstöðum rannsókna á framvindu gróðurs á svæðum á suður- og norðurhluta landsins, þar sem alaskalúpína hafði vaxið og breiðst út um áratuga skeið. Á rannsóknasvæðum á Suðurlandi komu fram skýr merki um hörfun lúpínu á meðan merki um slíkt voru ekki eins skýr norðanlands. Alaskalúpína hefur breiðst mjög út á friðuðum svæðum um allt land á undanförnum áratugum.

 • 09.10.2018

  Samantekt frjómælinga sumarið 2018

  Samantekt frjómælinga sumarið 2018

  Haustlitir í Vífilsstaðahrauni, séð í átt að Vífilsstöðum

  09.10.2018

  Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2018. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna langt undir meðaltali en á Akureyri voru frjókorn töluvert fleiri en í meðalári.

 • 03.10.2018

  Gróður á norðurslóðum tekur örum breytingum með hlýnandi loftslagi

  Gróður á norðurslóðum tekur örum breytingum með hlýnandi loftslagi

  Sigþrúður Jónsdóttir, starfsmaður Landgræðslunnar, við úttekt á hagareit í Árnessýslu 2015

  03.10.2018

  Hlýnandi loftslag gerir hávöxnum tegundum kleift að nema land á heimskautasvæðum og háfjallatúndrum, auk þess sem gróður sem var þar fyrir nær meiri hæð en áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri grein eftir 130 líffræðinga sem birt er í tímaritinu Nature.

 • 02.10.2018

  Vel heppnuð Vísindavaka að baki

  Vel heppnuð Vísindavaka að baki

  Vísindavaka 2018 – Íslenski refurinn

  02.10.2018

  Vísindavaka Rannís var haldin í Laugardalshöll síðastliðinn föstudag, 28. september. Þar gafst gestum kostur á að kynnast vísindum á lifandi og gagnvirkan þátt.