Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar í kortasjá

Í 61. gr. náttúruverndarlaga er fjallað um sérstaka vernd tiltekinna vistkerfa og jarðminja. Náttúrufræðistofnun Íslands skal halda skrár yfir náttúrufyrirbæri sem þar eru talin upp, að birkiskógum undanskildum sem eru á höndum Skógræktarinnar. Tilgangur kortasjárinnar er að birta yfirlit yfir þessi náttúrufyrirbæri, sem viðauka við náttúruminjaskrá.

Í kortasjánni eru landupplýsingar um fossa og vötn; votlendi, sjávarfitjar og leirur; jarðhita; og gíga og hraun á nútíma. Nákvæmni gagna er frá 1:500.000 til 1:25.000. Upplýsingar um hella munu bætast við í haust og um birkiskóga á seinni stigum.

Kortasjá