Nýr vefur opnaður

Nýi vefurinn er skalanlegur sem þýðir að útlit og virkni breytist eftir skjástærð og tegund tækis. Á vefnum er lögð áhersla á gott aðgengi, bætta þjónustu, traustar upplýsingar, öfluga leit og aukið aðgengi að gagnasöfnum stofnunarinnar. Á forsíðu eru flýtileiðir á þær síður sem eru mest sóttar.

Á meðal nýjunga á vefnum er aðgengi að flokkunartré íslenska lífríkisins þar sem hægt er að rekja sig frá rót, sem samsvarar öllum tegundum, og niður í sífellt smærri flokkunarheildir. Hægt er að leita að einstökum tegundum eða öðrum leitarorðum, einskorða leit við ákveðna hópa lífvera eða leita innan flokkunartrésins sjálfs.

Eitt mikilvægt hlutverk Náttúrufræðistofnunar Íslands er að safna heimildum um náttúru Íslands. Allar upplýsingar og fyrirspurnir frá almenningi eru vel þegnar. Á vefnum er nú auðvelt fyrir notendur að senda inn fyrirspurnir og ábendingar með því að fylla út þar til gerð form. Neðst á öllum síðum sem innihalda efni gefst notendum kostur á að tjá sig um hvort innihald síðunnar hafi verið hjálplegt. Endurgjöf frá notendum mun nýtast til að bæta þjónustu og upplýsingar á vefnum.

Við upphaf undirbúning verkefnisins var skipað vefráð, leitt af vefstjóra, sem vann þarfagreiningu og vann að nýjum vef, í samvinnu við sérfræðinga stofnunarinnar. Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón vefráðgjöf aðstoðaði við gerð kröfulýsingar. Hönnun og forritun annaðist vefstofan Kosmos & Kaos. Nýi vefurinn er settur upp í vefumsjónarkerfinu Drupal.