Ganga í tilefni af degi íslenskrar náttúru

Dagurinn var fallegur með stilltu veðri og sólskyni og komnir haustlitir í hraunið. Gengið var um svokallaðan „Berklastíg“ að Jónshellum og síðan með hraunjaðrinum að Maríuhellum. Sigmundur Einarsson jarðfræðingur rakti meðal annars uppruna hraunsins, aldur þess og berggerð og fjallaði einnig um hella í hrauninu. Rannveig Thoroddsen grasafræðingur sagði frá gróðurfari í hrauninu, fjölda tegunda sem fundist hafa á svæðinu og nefndi algengustu tegundir.

Að neðan má sjá myndir úr göngunni: