Náttúrufræðistofnun nýtur trausts meðal landsmanna

Náttúrufræðistofnun nýtur mikils trausts 56,8% landsmanna, þar af bera um 5% fullkomið traust til stofnunarinnar, 22% mjög mikið traust og 30% frekar mikið traust. 35,6% eru hlutlausir. Aðeins 7,6% báru lítið traust til stofnunarinnar, þar af rúmlega 4% sem bera lítið traust til hennar, 1,7% mjög lítið og 1,5% alls ekkert traust.

Í samanburði við aðrar stofnanir kemur Náttúrufræðistofnun vel út. Hún er vel fyrir ofan meðaltalið og er þar á róli með Háskóla Íslands og Heilbrigðiskerfinu.