Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í heimsókn

Nefndin átti fund með forstjóra og forstöðumönnum stofnunarinnar þar sem hlutverk, starfsemi og helstu verkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands voru kynnt og rædd. Að fundi loknum var gengið um stofnunina, húsnæðið skoðað og starfsemin kynnt frekar.

Alls eru níu þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en það voru fimm nefndarmenn sem heimsóttu Náttúrufræðistofnun. Það voru Höskuldur Þórhallsson, formaður, Guðbjartur Hannesson, Katrín Jakobsdóttir, Róbert Marshall og Vilhjálmur Árnason. Auk þess kom ritari nefndarinnar, Þórunn Pálína Jónsdóttir.