Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir sérfræðingi í flokkunarfræði mosa

Starfið er hluti af stærra verkefni um lýsingu og kortlagningu íslenskra vistgerða. Meginhluti starfsins verður greining mosategunda úr um 900 sýnum. Sérfræðingurinn getur haft aðsetur á öðru hvoru setri stofnunarinnar á Akureyri eða í Garðabæ.

Umsækjandi þarf að hafa doktorspróf í mosafræði eða staðgóða þekking á flokkunarfræði íslenskra mosa. Þekking á sameindaerfðafræðilegum aðferðum er kostur.

Umsóknarfrestur er til 26. júní n.k.

Nánari upplýsingar um starfið.