Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2011

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti ávarp en hún fjallaði m.a. um endurskoðun náttúruverndarlaganna og viðhorf manna til náttúrunnar. Ávarpið má lesa á vef umhverfisráðuneytisins.

Jón Gunnar Ottósson forstjóri flutti skýrslu um árið 2010, fjallaði um helstu verkefni framundan og lagði sérstaka áherslu á umfjöllun um vistgerðarkortlagningu landsins. Ávarp forstjóra (pdf, 14,5 MB).

Þorleifur Eiríksson, formaður samtaka um náttúrustofur, flutti ávarp og það gerði einnig Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur. Kristján Jónasson sagði frá vettvangsferðum og sýnatökum jarðfræðinga stofnunarinnar vegna gosanna í Eyjafjöllum. Margrét Hallsdóttir fjallaði um vöktun frjókorna í lofti og greindi frá árstíðabreytingum sem orðið hafa. Erling Ólafsson kynnti verkefni um vöktun fiðrilda og þá þýðingu sem vöktunin hefur fyrir heildstæða vöktun á náttúrunni. Magnús Guðmundsson og Anna Sveinsdóttir greindu frá hugmyndum um birtingu gagna stofnunarinnar á vef og Ásrún Elmarsdóttir sagði frá verkefni sem unnið er í samvinnu við Landgræðsluna um aðgerðir gegn ágengum tegundum. Þorvaldur Björnsson og Guðmundur Guðmundsson lýstu svo aðgerðum vegna strands steypireyðar á Skaga s.l. sumar.

Í ársskýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2010 er fjallað ítarlega um þessi og fleiri verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni, sjá ársskýrslur NÍ.

 



 Rannsóknir á heimskautagróðri ©MKR



 Rannsóknir á heimskautagróðri ©MKR

Ársfundur NÍ 2011. ©KB Ársfundur NÍ 2011. ©KB