Náttúrufræðistofnun nýtur áfram mikils trausts

Markmiðið með könnuninni er að kanna traust almennings til Náttúrufræðistofnunar og þróun þess á milli ára. Einnig er gerður samanburður við aðrar stofnanir.

Náttúrufræðistofnun nýtur mikils trausts 53,4% landsmanna, þar af bera 5% fullkomið traust til stofnunarinnar. 38,8% eru hlutlausir en athygli vekur hversu fáir bera lítið traust til stofnunarinnar, eða 7,9%. Þetta eru svipaðar tölur og undanfarin ár sem er mjög jákvætt sé horft til þeirra þrenginga sem verið hafa undanfarin misseri.

Náttúrufræðistofnun kemur vel út í samanburði við aðrar stofnanir og er vel fyrir ofan meðaltalið og er þar á róli með Heilbrigðiskerfinu og Umboðsmanni Alþingis.

 

 


Langisjór, Fögrufjöll, Skaftá, Vatnajökull. ©Helga Davids

 

 


Langisjór, Fögrufjöll, Skaftá, Vatnajökull. ©Helga Davids
53,4% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun er á róli með umboðsmanni Alþingis og Heilbrigðiskerfinu.

Úrtak könnunarinnar var 1189 manns og var fjöldi svarenda 739, eða 69,2%.