Risahvannir - umgangist með varúð


Bjarnarkló (Heracleum stevenii) í blóma í Hljómskálagarðinum 25. júní 2003. (Greining er óstaðfest.) Ljósm. Sigurður H. Magnússon.

Í nágrannalöndunum hefur talsvert verið varað við innfluttum risahvönnum vegna húðbrunans sem þær geta orsakað og þess að þær mynda einsleitar breiður sem ryðja lágvaxnari gróðri úr vegi. Náttúrufræðistofnun hefur tekið undir þessi orð og birt upplýsingar um risahvannir á vef sínum.