Lóan er komin í Surtsey



Í Náttúrugripasafni Náttúrufræðistofnunar var í áratugi til sýnis útflattur trjábolur, surtarbrandur, frá Helgafelli í Dýrafirði (til vinstri á myndinni). Hann er úr sömu setlagasyrpu og myndaður á sama tíma og surtarbrandurinn í Bolungarvík, eða fyrir um 15 milljón árum. Ljósm. Kjartan Birgisson.



Í Náttúrugripasafni Náttúrufræðistofnunar var í áratugi til sýnis útflattur trjábolur, surtarbrandur, frá Helgafelli í Dýrafirði (til vinstri á myndinni). Hann er úr sömu setlagasyrpu og myndaður á sama tíma og surtarbrandurinn í Bolungarvík, eða fyrir um 15 milljón árum. Ljósm. Kjartan Birgisson.

Heiðlóuhreiður með 4 eggjum í Surtsey. Ljósm. Borgþór Magnússon. Grágæsarhreiður við gulvíðiplöntu í Surtsey. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Heiðlóa er fyrsti vaðfuglinn sem verpur í Surtsey. Hún er jafnframt fimmtánda tegundin sem verpur þar og sjötti landfuglinn. Heiðlóa lifir á smádýrum, einkum bjöllum og flugum, sem hún tínir af yfirborði. Á undanförnum árum hefur skordýralíf aukist mikið í Surtsey með vaxandi gróðri og hafa spörfuglar eins og snjótittlingur og maríuerla fundið sér þar lífsskilyrði og hafið varp. Heiðlóan er mun stærri fugl og þurftarfrekari. Viðbót hennar í fuglafánu Surtseyjar er merkilegur áfangi í þróun lífríkis þar.

Eitt grágæsarpar var í eynni en gæsin hóf varp þar 2002. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hreiður finnst og var það í graslendinu í máfavarpinu á suðurhluta eyjarinnar. Eitt egg var komið í hreiðrið en líklega er von á fleirum. Hreiðrið var fast upp við smávaxna gulvíðiplöntu sem gæsin hafði fundið skjól við. Örfáar víðiplöntur eru í Surtsey og er merkilegt hvað gæsin hefur verið fundvís á víðinn. Hrafnspar sem verpti í fyrsta sinn í eynni sumarið 2008 hafði nú aftur orpið í sama laupinn sem þau höfðu hresst upp á. Í laupnum voru 5 ungar um viku gamlir. Af ummerkjum að dæma hafði krummi borið í þá fýls- og langvíuegg en það síðarnefnda hefur hann líklega þurft að sækja í nágrannaeyju. Mikið var af öðrum fugli í eynni, svo sem fýl, svartbak, sílamáf, silfurmáf, teistu, ritu, snjótittlingi, þúfutittlingi og steindepli og virðist varp ætla að fara þar vel af stað.



Í Náttúrugripasafni Náttúrufræðistofnunar var í áratugi til sýnis útflattur trjábolur, surtarbrandur, frá Helgafelli í Dýrafirði (til vinstri á myndinni). Hann er úr sömu setlagasyrpu og myndaður á sama tíma og surtarbrandurinn í Bolungarvík, eða fyrir um 15 milljón árum. Ljósm. Kjartan Birgisson.



Í Náttúrugripasafni Náttúrufræðistofnunar var í áratugi til sýnis útflattur trjábolur, surtarbrandur, frá Helgafelli í Dýrafirði (til vinstri á myndinni). Hann er úr sömu setlagasyrpu og myndaður á sama tíma og surtarbrandurinn í Bolungarvík, eða fyrir um 15 milljón árum. Ljósm. Kjartan Birgisson.

Svangir hrafnsungar í laup í hraungíg í Surtsey. Byggingarefni er einkum rótarrenglur fjöruarfa og merkihælar sem krummi hefur stolið frá rannsóknamönnum. Ljósm. Borgþór Magnússon. Gróskuleg túnvingulsbreiða í máfavarpinu í Surtsey. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Leiðangursmenn rákust í tvígang á hunangsflugu (býflugu) á sveimi en þeirra hefur ekki orðið vart í eynni fyrr. Skordýrafræðingi sem haft var samband við þótti þetta merkileg tíðindi. Líklegt er að hér hafi verið um að ræða drottningu móhumlu eða húshumlu en á þessum tíma árs eru aðeins drottningar á ferðinni. Reynt verður að ganga úr skugga um það seinna í sumar hvort þeim hafi tekist að stofna til bús. Hunangsflugur nærast á blómahunangi og frjói sem þær safna í bú sín. Gróður í Surtsey leit vel út eftir úrkomusamt vor og voru túnfíflar og skarfakál komin í blóma.

Veðurstöð sett upp

Í leiðangrinum var sett upp sjálfvirk veður- og rannsóknastöð í Surtsey en mastur og tæki voru flutt með báti Björgunarfélagsins í Vestmannaeyjum út í eyju. Reist var 10 m hátt mastur á suðurhluta eyjarinnar og var það stagað niður. Stöðin sem gengur fyrir sólarrafhlöðu mun mæla hitastig, úrkomu, vindátt, vindhraða, loftþrýsting, loftraka og sólargeislun árið um kring. Einnig eru tengdir við hana hita- og rakanemar í jarðvegi. Myndavél er á mastrinu sem taka mun mynd á klukkustundarfresti yfir hraunið og upp til Vestmannaeyja og lands. Gögn frá stöðinni verða aðgengileg á vef Veðurstofu Íslands eins og gögn frá öðrum sjálfvirkum stöðvum hennar. Það eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Surtseyjarfélagið sem stóðu að uppsetningu stöðvarinnar en Tækjajóður Rannís veitti myndarlegan styrk til kaupa á tækjum og öðrum búnaði. Verkefnið var einnig styrkt af Umhverfisstofnun, Siglingastofnun, Hafrannsóknastofnun og Vestmannaeyjabæ.



Í Náttúrugripasafni Náttúrufræðistofnunar var í áratugi til sýnis útflattur trjábolur, surtarbrandur, frá Helgafelli í Dýrafirði (til vinstri á myndinni). Hann er úr sömu setlagasyrpu og myndaður á sama tíma og surtarbrandurinn í Bolungarvík, eða fyrir um 15 milljón árum. Ljósm. Kjartan Birgisson.



Í Náttúrugripasafni Náttúrufræðistofnunar var í áratugi til sýnis útflattur trjábolur, surtarbrandur, frá Helgafelli í Dýrafirði (til vinstri á myndinni). Hann er úr sömu setlagasyrpu og myndaður á sama tíma og surtarbrandurinn í Bolungarvík, eða fyrir um 15 milljón árum. Ljósm. Kjartan Birgisson.

Veðurstöðin risin á hrauninu í Surtsey. Leiðangursmenn frá vinsti: Ingvar Atli Sigurðsson, Náttúrustofu Suðurlands; Sigvaldi Árnason, Veðurstofu Íslands; Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands og Borgþór Magnússon, Náttúrufræðistofnun Íslands. Ljósm. Borgþór Magnússon. Móbergsklettar og hraun í sjávarhömrum á vesturhluta Surtseyjar. Ljósm. Borgþór Magnússon.

MEIRA UM SURTSEY Á VEF NÍ