Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2009

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti ávarp en hún lagði áherslu á gildi náttúruverndarmála og mikilvægi stofnunarinnar í þeim málaflokki í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar. Ræða ráðherra

Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar sagði frá megináherslum í starfsemi stofnunarinnar og fjallaði sérstaklega um mannauð stofnunarinnar, tækifæri til samvinnu stofnana, nýtt húsnæði fyrir stofnunina og borkjarnasafn á hrakhólum. Hann benti viðstöddum jafnframt á að ítarlega er fjallað um þessi mál og önnur í ársskýrslunni. Ársskýrslur NÍ

Að þessu sinni voru veitt ein heiðursverðlaun stofunarinnar en þau hlaut Hálfdán Björnsson á Kvískerjum náttúrufræðingur af Guðs náð. Hann hefur stundað náttúrurannsóknir í áratugi og hefur reynst stofnuninni og starfsmönnum hennar ákaflega vel.

Sveinn Jakobsson jarðfræðingur var svo sæmdur gullmerki Náttúrufræðistofnunar fyrir áratuga frumkvöðlastarf á Náttúrufræðistofnun.

Sigurður H. Magnússon fjallaði um vistgerðir á miðhálendi Íslands, Kristinn Haukur Skarphéðinsson fjallaði um verndargildi þeirra og Jón Gunnar Ottósson, ásamt Karli Arnari Arnarsyni hjá Loftmyndum ehf., fjallaði um gróður- og vistgerðarkort af landinu öllu.

Þá greindi Erling Ólafsson frá landnámi smádýra á Íslandi og að síðustu sýndi Sveinn Jakobsson nýja mynd af sjávarbotninum við Surtsey.



Í Náttúrugripasafni Náttúrufræðistofnunar var í áratugi til sýnis útflattur trjábolur, surtarbrandur, frá Helgafelli í Dýrafirði (til vinstri á myndinni). Hann er úr sömu setlagasyrpu og myndaður á sama tíma og surtarbrandurinn í Bolungarvík, eða fyrir um 15 milljón árum. Ljósm. Kjartan Birgisson.



Í Náttúrugripasafni Náttúrufræðistofnunar var í áratugi til sýnis útflattur trjábolur, surtarbrandur, frá Helgafelli í Dýrafirði (til vinstri á myndinni). Hann er úr sömu setlagasyrpu og myndaður á sama tíma og surtarbrandurinn í Bolungarvík, eða fyrir um 15 milljón árum. Ljósm. Kjartan Birgisson.

Hálfdán Björnsson hlýtur heiðursverðlaun Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ljósm. Kjartan Birgisson Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2009. Ljósm. Kjartan Birgisson