Tegund vikunnar

Þar sem margar lirfur koma saman má gera ráð fyrir mjög sýnilegum ummerkjum á gróðri. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er af ertublómaætt og því eftirsótt af ertuyglum. Á undanförnum áratug eða svo hefur stundum orðið vart við verulegar en staðbundnar skemmdir á lúpínu í ágústmánuði. Hefur jafnvel kveðið svo rammt að beit lirfanna að lúpínur hafa aflaufgast og stilkar staðið blaðlausir eftir. Það er umhugsunarvert hvort þarna sé mættur samherji baráttumanna gegn útbreiðslu lúpínunnar. Væntanlega ættu plönturnar þó að þola beitina svo síðla sumars enda hafa þær þá þegar þroskað sín fræ. Hins vegar gæti aflaufgunin leitt til þess að gróðurlendið opnist fyrir annan gróður sem nýtir sér síðsumarið til vaxtar. Sjaldan sjást ámóta skemmdir á öðrum gróðri en þess eru þó dæmi í minni kvarða.



Bjarnarkló (Heracleum stevenii) í blóma í Hljómskálagarðinum 25. júní 2003. (Greining er óstaðfest.) Ljósm. Sigurður H. Magnússon.



Bjarnarkló (Heracleum stevenii) í blóma í Hljómskálagarðinum 25. júní 2003. (Greining er óstaðfest.) Ljósm. Sigurður H. Magnússon.

Lirfa ertuyglu - dökki liturinn eralgengari. Ljósm. Erling Ólafsson. Ljósara afbrigði af lirfu ertuyglu. Ljósm.Erling Ólafsson.

Tegund vikunnar birtist á forsíðu vefsins, neðarlega til vinstri. Tegundir fyrri vikna má finna hér.