Mosi drepst við Hellisheiðarvirkjun



Garðasnigill (Arion subfuscus); Reykjavík (Brautarás), 25.8.2008. Ljósm. Erling Ólafsson.



Garðasnigill (Arion subfuscus); Reykjavík (Brautarás), 25.8.2008. Ljósm. Erling Ólafsson.

Horft til Hellisheiðarvirkjunar. Litlar skemmdir sjáanlegar. Ljósm. Sigurður H. Magnússon. Horft frá Hellisheiðarvirkjun. Töluverðar skemmdir á mosa. Ljósm. Sigurður H. Magnússon.

Skemmdir á mosa

Á þessu svæði er mosinn hraungambri ríkjandi og myndar hann þar þykkt mosateppi, einkum á hraunbungum. Í lægðum setja háplöntur mikinn svip á gróður þótt hraungambri finnist þar í nokkrum mæli. Athuganirnar leiddu í ljós að mosinn er allvíða talsvert skemmdur. Mestar eru skemmdirnar í brúnum sem snúa í átt að virkjuninni. Skemmdir eru hins vegar litlar í lautum og uppi á hraunbungum. Vaxtarsprotar mosans hafa drepist og göt hafa komið í mosaþekjuna. Eldri og hálfrotnaðir mosastönglar standa eftir og þekja yfirborð. Nánast hvergi sér í mold. Aðrar tegundir virðast hafa orðið fyrir mun minni áhrifum. Þó má allvíða merkja að blaðendar stinnastarar, sem þarna vex með mosanum, eru óvenju dökkir. Einnig sáust merki um að hattsveppir væru dekkri á þeirri hlið sem snéri að virkjuninni.



Garðasnigill (Arion subfuscus); Reykjavík (Brautarás), 25.8.2008. Ljósm. Erling Ólafsson.



Garðasnigill (Arion subfuscus); Reykjavík (Brautarás), 25.8.2008. Ljósm. Erling Ólafsson.

Skemmdirnar eru einna mestar norðvestan við virkjunina. Ljósm. Sigurður H. Magnússon. Talsverðar skemmdir eru norðaustan við Þjóðveg 1. Ljósm. Sigurður H. Magnússon.

Skemmdirnar eru mismiklar, einna mestar eru þær norðvestan við virkjunina en einnig eru talsverðar skemmdir norðaustan við Þjóðveg 1. Þær eru greinilega mun minni við jaðar Svínahrauns en ná þar aðeins upp í hraunjaðarinn en lítið sem ekkert upp á hraunið.



Garðasnigill (Arion subfuscus); Reykjavík (Brautarás), 25.8.2008. Ljósm. Erling Ólafsson.



Garðasnigill (Arion subfuscus); Reykjavík (Brautarás), 25.8.2008. Ljósm. Erling Ólafsson.

Jaðar Svínahrauns. Skemmdir ná að hrauninu en ekki upp á það. Ljósm. Erling Ólafsson. Hattsveppur dekkri á þeirri hlið sem að virkjun snéri. Ljósm. Erling Ólafsson.

 

Hvað drepur mosann?

Á þessu stigi er ekki ljóst hvað veldur mosadauðanum en útbreiðsla skemmdanna og ummerki benda ekki til þess að skaraveður eða rof hafi valdið þeim. Hins vegar er mun líklegra að um einhvers konar mengun sé að ræða. Hellisheiðarvirkjun losar brennisteinsvetni í talsverðum mæli og er hugsanlegt að mosadauðann megi rekja til brennisteins. Myndirnar sem hér fylgja sýna skemmdirnar nokkuð vel. Ekki er hægt að fullyrða á þessu stigi hvort skemmdirnar ná út fyrir það svæði sem skoðað var en það þyrfti að kanna.