60% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar

59,5% bera mikið traust til NÍ NÍ er í fjórða sæti með öðrum opinberum stofnunum
59,5% bera mikið traust til NÍ. NÍ er í fjórða sæti með öðrum opinberum stofnunum.

Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Náttúrufræðistofnunar Íslands?

59,5% sögðu frekar mikið eða mjög mikið, 10,2% sögðu lítið en 30,3% hvorki né. Ef rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljóst að einungis 3,4% bera mjög lítið traust til stofnunarinnar. Samanburður við aðrar opinberar stofnanir sýnir að NÍ raðast í fjórða sæti, á eftir Háskóla Íslands, lögreglu og heilbrigðiskerfinu.


72,9% telja að starfsemi NÍ skipti miklu máli

73% telja að starfsemi NÍ skipti miklu máli

Þá var spurt hversu miklu máli starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands skiptir. 72,9% sögðu hana skipta miklu máli, 10,2% sögðu litlu máli, en 16,9% hvorki né.

Marktækur munur á trausti í garð stofnunarinnar mældist annars vegar eftir kyni og hins vegar eftir menntun. Konur bera heldur meira traust til NÍ en karlar og háskólamenntaðir heldur meira traust en þeir sem einungis hafa grunnskólamenntun. Ekki var munur á afstöðu til stofnunarinnar eftir aldri, búsetu eða fjölskyldutekjum. Hins vegar reyndist marktækur munur á afstöðu til mikilvægis stofnunarinnar eftir aldri og töldu yngstu aldurshóparnir, frá 16-34 ára mikilvægið heldur minna en þeir sem eldri eru.

 

Upphaflegt úrtak var 1350 manns og fjöldi svarenda 802 eða 62,3%.