NÍ óskar eftir væng af jólarjúpunni

Fyrstu niðurstöður um aldurssamsetningu rjúpna á veiðitíma 2006 liggja fyrir. Um 1270 fuglar hafa verið aldursgreindir og hlutfall unga af heildinni er 70% sem er frekar lágt hlutfall og einkennir stofn í niðursveiflu. Greinilegur munur er á hlutfalli ungfugla eftir landshlutum og þannig er hlutfallslega mest um ungfugla á Norðausturlandi og Austurlandi en lægst er hlutfallið á vestanverðu landinu þar sem virðist hafa orðið viðkomubrestur annað árið í röð. Tilgangurinn með þessari kynningu er að upplýsa veiðimenn og hvetja þá sem flesta að taka þátt en þátttakan ræður úrslitum um hver sýnastærðin verður 2006.

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af sínum rjúpum þegar þeir gera að þeim og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

Vængina á að senda á
Náttúrufræðistofnun Íslands
Pósthólf 5320
125 Reykjavík

Lesa meira um fyrstu niðurstöður