Tuttugu og sex rjúpnaveiðidagar í stað 47

Leyft verður að veiða rjúpur frá 15. október til 30. nóvember þannig að veiða má í 4 daga (fimmtudaga til sunnudaga) en bannað að veiða 3 daga í viku (mánudaga til miðvikudaga). Enginn kvóti er settur á veiðarnar en veiðimenn verða hvattir til að sýna hófsemi og veiða að jafnaði ekki meira en 9 rjúpur hver, sölubann verður áfram á rjúpum og rjúpnaafurðum og allar rjúpnaveiðar verða áfram bannaðar á friðaða svæðinu á Reykjanesskaga. Sjá fréttatilkynningu ráðuneytisins og tillögur og mat Náttúrufræðistofnunar.